Author: Framsókn í Mosfellsbæ

Fyrsti heiti pott­ur sinn­ar teg­und­ar á Ís­landi fyr­ir hreyfi­haml­aða

Posted on by Framsókn í Mosfellsbæ

Mos­fells­bær, mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­ið og Römp­um upp Ís­land skrif­uðu und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu í dag um fjár­mögn­un á heit­um potti með rampi fyr­ir hreyfi­haml­aða við Lága­fells­laug. Lága­fells­laug er ein fjöl­sótt­asta sund­laug lands­ins með um 224.000 heim­sókn­ir á ári og er afar vin­sæl með­al barna­fjöl­skyldna. Mun heiti pott­ur­inn með að­gengi fyr­ir öll bæta enn­frek­ar þjón­ustu og að­gengi fyr­ir hreyfi­haml­aða sund­gesti en hann verð­ur sér­stak­lega hugs­að­ur fyr­ir hreyfi­hömluð börn og ung­menni. Pott­ur­inn verð­ur sá fyrsti sinn­ar teg­und­ar á Ís­landi.

Í fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2025 er gert ráð fyr­ir 30 millj­ón krón­um til þess að byggja pott­inn og munu ráðu­neyt­ið og Römp­um upp Ís­land hvort um sig leggja 10 millj­ón­ir króna til verk­efn­is­ins auk þess sem óskað hef­ur ver­ið eft­ir styrk frá Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga vegna upp­bygg­ing­ar­inn­ar. Frum­kostn­að­ar­áætlun ger­ir ráð fyr­ir að fram­kvæmd­in fari fram á ár­inu 2025.

„Þetta er ein­stakt verk­efni og mun von­andi hafa áhrif á hönn­un heitra potta í al­menn­ings­laug­um í fram­tíð­inni. Þá erum við mjög ánægð með sam­starfs­að­il­ana en við höf­um átt í mjög góðu sam­starfi við verk­efn­ið Römp­um upp Ís­land og það­an er hug­mynd­in sprott­in.“ seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.


Á efri mynd: Har­ald­ur Þor­leifs­son, Regína Ás­valds­dótt­ir og Ásmund­ur Ein­ar Daða­son.

Ljós­mynd­ari: Hulda Mar­grét Óla­dótt­ir

Íbúa­fund­ur um Far­sæld artún

Posted on by Framsókn í Mosfellsbæ

Fimmtu­dag­inn 5. des­em­ber síð­ast­lið­inn var hald­inn op­inn íbúa­fund­ur um Far­sæld­artún sem áður hét Skála­tún. Fjöl­marg­ir íbú­ar hafa sýnt um­ræð­unni um Far­sæld­artún áhuga enda er far­sæld barna og ung­menna mál­efni sem snert­ir alla.

Markmið fund­ar­ins var að upp­lýsa íbúa og aðra hags­muna­að­ila um þá starf­semi sem er í mót­un í Far­sæld­ar­túni og fram­tíð­ar­sýn svæð­is­ins. Tæp­lega 100 manns sóttu fund­inn.

Góð­ar um­ræð­ur mynd­uð­ust og voru fund­ar­gest­ir al­mennt sam­mála um að Far­sæld­artún verði mik­il lyftistöng fyr­ir Mos­fells­bæ þar sem fjöl­marg­ir sér­fræð­ing­ar koma til með að starfa og veita ráð­gjöf á svæð­inu auk þess sem Mos­fells­bær setji gott for­dæmi fyr­ir önn­ur sveit­ar­fé­lög með því að hafa far­sæld barna og ung­menna að leið­ar­ljósi.

Á fund­in­um kynnti Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar samn­ing­inn sem gerð­ur var við Mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­ið um starf­semi og skipu­lag í Far­sæld­ar­túni. Sól­ey Ragn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar Far­sæld­ar­túns fór yfir fyr­ir­hug­aða starf­semi og fram­tíð­ar­sýn. Full­trú­ar hönn­un­art­eym­is, Silja Trausta­dótt­ir frá Eflu og Magnea Guð­munds­dótt­ir frá T Stiku, fóru yfir skipu­lag um upp­bygg­ingu sem er í mót­un í Far­sæld­ar­túni. Að lok­um kynnti Ólöf Á. Farest­veit, for­stjóri Barna- og fjöl­skyldu­stofu þá starf­semi sem er áætluð í Far­sæld­ar­túni til fram­tíð­ar lit­ið og starf­semi nýja heim­il­is­ins sem verð­ur í bráða­birgða­hús­næði í Blöndu­hlíð.

Far­sæld­artún á að byggjast upp með áherslu á hlý­legt og fal­legt um­hverfi fyr­ir þá þjón­ustu sem þar verð­ur veitt af hálfu op­in­berra að­ila, fé­laga­sam­taka og einka­að­ila. Í deili­skipu­lagi Far­sæld­ar­túns verð­ur gert ráð fyr­ir ný­bygg­ing­um sem verða sér­hann­að­ar fyr­ir þá þjón­ustu sem þar á að veita en í Far­sæld­ar­túni munu börn, ung­menni og fjöl­skyld­ur sækja fjöl­breytta þjón­ustu, með­ferð­ar­úr­ræði og tíma­bundna bú­setu og eða vist­un. Einn­ig er gert ráð fyr­ir þjón­ustu­bygg­ing­um fyr­ir skrif­stof­ur Ráð­gjaf­ar- og grein­ing­ar­stöðv­ar, Mið­stöð mennt­un­ar og skóla­þjón­ustu og Barna- og fjöl­skyldu­stofu. Ekki er gert ráð fyr­ir að Stuðl­ar í heild sinni flytji í Far­sæld­artún, eins og hef­ur kom­ið fram í op­in­berri um­ræðu.


Á efstu mynd, frá vinstri: Magnea Guð­munds­dótt­ir, Silja Trausta­dótt­ir, Funi Sig­urðs­son, Ólöf Á Farest­veit, Sól­ey Ragn­ars­dótt­ir, Regína Ás­valds­dótt­ir og Valdi­mar Birg­is­son (fund­ar­stjóri).

Á neðstu mynd: Fund­ar­gest­ir.

Með enga menn og engin vopn?

Posted on by Framsókn í Mosfellsbæ

28. nóvember, 2024

Við í Framsókn verðum seint vænd um það að sitja með hendur í skauti. Í 108 ár hefur Framsókn unnið að velferð og framförum okkar allra, óþreytandi og óslítandi sama hvernig á okkur viðrar.
Stjórnarsamstarfið, síðasta misserið áður en Sjálfstæðisflokkurinn ákvað upp á sitt einsdæmi að sprengja ríkisstjórnina, var oft erfitt.
Við héldum þó ótrauð áfram að berjast fyrir okkar hjartans málum, að styrkja fjölskyldur, börnin okkar, heilsuna og öryggi fólks í lífi og starfi enda er sú barátta hryggjarstykkið í hugsjón Framsóknar og þar gefum við engan afslátt. Þetta er okkur mikilvægast.
Að því sögðu verður að segjast að undanfarnar vikur hafa verið okkur þungur róður, óánægja fólks á liðnu stjórnarsamstarfi og ítrekaðar atlögur að flokknum af hálfu stjórnarandstöðunnar þar sem sannleikurinn virðist með öllu virtur að vettugi er erfitt að kyngja og ómögulegt að berjast við í því fjaðrafoki sem á sér stað þessar vikurnar.


En hvað ætlum við að gera?
Við stöndum berskjölduð frammi fyrir alþjóð-
Hálfnakin en þó með þá óbilandi trú að okkar trausta bakland og skynsemi fólks sjái hvað það er sem raunverulega skiptir samfélagið máli.
Við erum eins og sagt er, með fáa menn og engin vopn, en einmitt á slíkum stundum afhjúpast úr hverju maður er gerður og þá skiptir liðsheildin öllu máli.

Framtíðin
Framsókn mun halda áfram að setja fjölskylduna í forgang, bæta lífsgæði okkar allra og hugsa um heildina og sérstaklega velferð þeirra sem minnst mega sín og þurfa á mestri hjálp að halda. Það er okkar leiðarljós. Allt annað kemur samhliða þeim vexti.
Góðar og skilvirkar samgöngur eru nauðsynlegar og skipta okkur miklu máli og okkur Mosfellinga sérstaklega, við þurfum einfaldar og skjótar aðgerðir sem eru vel framkvæmanlegar og fyrir því munum við berjast.
Við viljum frelsi í fæðingarorlofi, að fjölskyldur hafi val um það hvernig þær ráðstafa sínum rétti og afnema allar eyrnamerkingar á þeim ráðahag, að auki viljum við hækka launin og lengja samverutímann upp í 20 mánuði.
Þetta er vel gerlegt og við sem þjóð höfum efni á því að stórbæta kerfið því ávinningurinn er ekki alltaf mældur í krónum og aurum heldur því sem mikilvægast er, andleg heilsa og öryggi barnanna okkar.
Forvarnir skipta að sama skapi gríðarlega miklu máli, að andleg og líkamleg heilsa sé á oddinum í okkar daglega lífi, hvort sem er í skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu, á vinnumarkaðinum eða í félags- og tómstundastarfi, að styrkja kerfisbundið okkar heilbrigði og fylgja því eftir um aldur og ævi er besta fjárfesting sem við gerum, ekki bara fyrir okkur sjálf heldur fyrir allt samfélagið.
Við þurfum lægri skatta, aukna verðmætasköpun svo við höfum efni á þessu öllu saman og það er vel gerlegt og við treystum okkur best í það verkefni. Það bíða okkar verk eins og virkjanir, samgöngubætur, styrking löggæslu og það sem brýnast er, að bæta vinnuumhverfi kennaranna okkar og allra þeirra sem eru að hugsa um börnin okkar. Við getum þetta saman!

Ég segi meiri samvinna, meiri umhyggja,
meiri Framsókn.

Vala Garðarsdóttir
Mosfellingur og fornleifafræðingur 
Skipar 3. sæti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.

Samningar byggja á samvinnu

Posted on by Framsókn í Mosfellsbæ

28. nóvember, 2024

Til þess að tryggja jafnt tímanlegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og búsetu er mikilvægt að semja um alla nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.
Án samninga við stofnanir og fagfólk er hætta á að tekjulægri hópar neyðist til að neita sér um nauðsynlega þjónustu. Samningar gefa okkur jafnframt frekari tækifæri til að skipuleggja þjónustuna heildstætt, tryggja samfellu og stuðla að bættum gæðum og öryggi.

Samningar við sérfræðilækna
Búið er að semja við sérfræðilækna til fimm ára sem batt enda á langt samningsleysi með ofangreindum neikvæðum afleiðingum. Samningurinn tryggir aukna greiðsluþátttöku og sparar heimilunum um það bil 3 milljarða á ári. Samningnum er jafnframt ætlað að styðja við framþróun í þjónustu sérfræðilækna með sérstakri áherslu á nýsköpun, stafræna þróun og fjarheilbrigðisþjónustu til að gera hana aðgengilegri óháð búsetu.

Samið við sjúkraþjálfara
Í kjölfarið tókust samningar við sjúkraþjálfara til fimm ára sem einnig höfðu verið samningslausir í lengri tíma með framangreindu óhagræði. Með samningnum lækkaði kostnaður þeirra sem sækja sér þjónustuna og öll aukagjöld sem lögð höfðu verið á þjónustuþega felld niður.
Þjónusta sjúkraþjálfara er okkur mikilvæg og umfangsmikil en rúmlega 62.000 einstaklingar nýttu þjónustu sjúkraþjálfara í fyrra. Við þekkjum það hversu mikilvægu hlutverki sjúkraþjálfarar gegna á mjög víðtæku sviði endurhæfingar. Ljóst er að bætt aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara dregur úr álagi annars staðar í heilbrigðiskerfinu og hefur jákvæð áhrif á fjölda Íslendinga.

Samningur við tannlækna og tannréttingasérfræðinga
Það voru ánægjuleg tímamót þegar fyrsti heildarsamningur um tannlækningar var undirritaður. Samningurinn tryggir greiðsluþátttöku hjá tannlæknum fyrir börn, aldraða og öryrkja til næstu fimm ára en einnig fjölgaði meðferðum sem greiddar eru af Sjúkratryggingum.
Samhliða samning um tannlækningar þá var gerður tímamótasamningur um tannréttingar og þjónustu tannréttingasérfræðinga. Samningurinn er sá fyrsti sem gerður er um þjónustuna hér á landi og fól m.a. í sér nær þreföldun á styrk vegna almennra tannréttinga. Með samningnum hækkuðu styrkir til tannréttinga úr 150.000 kr í 430.000 kr. sem leiðir af sér aukið og jafnara aðgengi að þjónustunni, óháð efnahag.

Lýðheilsutengdar aðgerðir
Búið er að ljúka samningsgerð vegna lýðheilsutengdra aðgerða. Samningarnir gilda til áramóta en áfram er unnið að samningum til lengri tíma. Lýðheilsutengdar aðgerðir eru aðgerðir sem teljast ekki til bráðaaðgerða heldur eru valkvæðar þannig að hægt er að skipuleggja þær fram í tímann, s.s. liðskiptiaðgerðir á hné og mjöðm, kviðsjáraðgerðir vegna endómetríósu, bakaðgerðir vegna brjóskloss og þrenginga í mænugöngum og augasteinsaðgerðir.
Þessar aðgerðir eiga það sammerkt að geta komið einstaklingum aftur til heilsu og í samfélagslega virkni, og það er verðugt takmark í sjálfu sér. Það eru sameiginlegir hagsmunir samfélagsins, bæði efnahagslegir og félagslegir, að tryggja tímanlegt aðgengi að slíkri þjónustu sem veitt er á réttu þjónustustigi og styður við virkni einstaklingsins í samfélaginu.
Samhliða auknum afköstum og auknu aðgengi að þjónustunni innan íslenska heilbrigðiskerfisins hefur t.a.m. þeim sem leitað hafa út fyrir landsteinana í liðskiptaaðgerð, á grundvelli biðtímaákvæðis EES-samningsins um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, fækkað um rúmlega helming. Það er jákvæð þróun í samhengi við áherslur okkar í Framsókn um skilvirkni og hagkvæmni.

Þessir samningar skipta máli
Íslenska heilbrigðiskerfið byggir á félagslegum grunni þar sem jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag eða búsetu, er tryggt og um það ríkir samstaða í íslensku samfélagi. Það er og hefur verið stefna Framsóknar að lækka greiðsluþátttöku almennings vegna heilbrigðisþjónustu og tryggja jafnt og tímanlegt aðgengi. Með samningum sköpum við faglega umgjörð um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og við tryggjum jafnræði í aðgengi að henni.

Willum Þór Þórsson,
heilbrigðisráðherra og oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi

Blönduhlíð formlega opnuð á Farsældartúni 

Posted on by Framsókn í Mosfellsbæ

26. nóvember 2024

Í dag var tekið stórt skref að því að gera Farsældartún að þjónustukjarna fyrir börn og ungmenni þegar meðferðarheimilið Blönduhlíð var opnað. Meðferðarheimilið er á vegum Barna- og fjölskyldustofu og er ætlað ungmennum á aldrinum 13-18 ára sem glíma við hegðunar- og fíknivanda og verður viðbót við greiningar- og meðferðardeild Stuðla. Með tilkomu Blönduhlíðar verður hægt að aðgreina betur börn með mismunandi vanda og veita sérhæfðari þjónustu. Börn með þyngri vanda fá áfram greiningu og meðferð á meðferðardeild Stuðla en í Blönduhlíð verður opnara úrræði er finna má á Stuðlum og verður Blönduhlíð ætluð þeim börnum og ungmennum sem glíma við vægari vanda.

Blönduhlíð var formlega opnuð af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, og Ólöfu Ástu Farestveit, forstjóra Barna- og fjölskyldustofu.

Farsældartún er ánægt með að geta lagt sitt af mörkum til þess að starf með börnum og ungmennum geti orðið markvissara og vonast til þess að starfið í Blönduhlíð verði farsælt.

Frétt á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins: Stjórnarráðið | Blönduhlíð – Nýtt meðferðarheimili fyrir ungmenni opnað í Mosfellsbæ

Framsókn til forsætis

Posted on by Framsókn í Mosfellsbæ

Íslend­ing­ar! Nú þurf­um við að hugsa okk­ar ráð!

Hver verður nú for­sæt­is­ráðherra fari kosn­ing­arn­ar á versta veg? Hvaða ein­stak­ling­ur og flokk­ur er lík­leg­ur til að geta leitt hér þriggja flokka stjórn, svo ekki sé talað um fjög­urra flokka stjórn? Stillið nú upp for­mönn­um flokk­anna og spyrjið ykk­ur sjálf hver þeirra sé lík­leg­ast­ur.
Ég ef­ast ekki um að þar er Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fremst­ur meðal jafn­ingja. Hann sýndi það vel 2016 þegar Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son varð að segja af sér, þá féll allt strax í ljúfa löð og þjóðin kunni að meta störf Sig­urðar Inga. Með hon­um sækja fram ráðherr­ar sem hver og einn hef­ur getið sér gott orð.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, vara­formaður flokks­ins, hef­ur farið fyr­ir mik­illi sókn í menn­ingu og list­um. Lilja hef­ur verið talsmaður ís­lenskr­ar tungu og komið henni inn í gervi­greind og gogg­ul. Lilja stóð í stafni í Seðlabank­an­um þegar þjóðinni var bjargað af gjaldþrots­barmi 2013- 2016.

Will­um Þór Þórs­son er óum­deild­ur einn öfl­ug­asti heil­brigðisráðherra þess­ar­ar ald­ar. Hvar sem ég fer fær hann hrós lækna og heil­brigðis­starfs­fólks sem lausnamiðaður og að hann hafi komið mörg­um mál­um í höfn í starfi sínu, og fólkið vill sjá hann áfram í starfi heil­brigðisráðherra.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason hef­ur reynst íþrótta­hreyf­ing­unni öfl­ug­ur ráðherra og tekið að sér viðkvæm­asta og mik­il­væg­asta mála­flokk­inn, blessuð börn­in, og ekki síst þau sem eiga við erfiðleika að búa.

Halla Hrund klíf­ur tinda

Halla Hrund Loga­dótt­ir er nýr stjórn­mála­maður og magnaður talsmaður hug­sjóna og gilda sem snerta við hverj­um þeim sem hlust­ar á boðskap henn­ar. Hún tal­ar fyr­ir auðlind­um Íslands af meiri virðingu en flest­ir aðrir. Hún vill ekki vind­myll­ur á ann­an hvern hól. Hún tal­ar um land­búnað og bænd­ur af þrótti og ósk­ar þess að lands­menn beri sömu virðingu fyr­ir afurðum land­búnaðar­ins, skyr­inu, lamb­inu, ull­ar­vör­un­um og græn­met­inu, og Frakk­ar gera fyr­ir sín­um vör­um. Hún tal­ar fyr­ir land­vernd, grænni orku og nýt­ingu auðlind­anna af skyn­semi. Marg­ir flokk­ar hafa valið sér fræg and­lit en við fram­sókn­ar­menn setj­um fram konu sem klíf­ur tinda.

Fram­sókn­ar­menn og friðflytj­end­ur! Nú skul­um við efla þann flokk sem oft­ast hef­ur reynst best þegar þjóðin hef­ur staðið á sundr­ung­ar­barmi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn býður upp á lausn­ir í hús­næðismál­um unga fólks­ins, lækkaðan mat­ar­skatt, lægri vexti og að við kjós­um verðbólg­una burtu. Við vilj­um hvorki Trump­ista né sósíal­ískt þjóðfé­lag. Við vilj­um búa í sam­vinnu- og jafnaðarmanna­sam­fé­lagi þar sem at­vinna og at­vinnu­líf blómstr­ar. Send­um sund­ur­lynd­is­fjand­ann á fer­tugt dýpi og kjós­um með land­inu okk­ar og tæki­fær­un­um. Þegar öllu er á botn­inn hvolft er það Fram­sókn sem er besti kost­ur­inn.

Guðni Ágústssonfyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. nóvember 2024.

Kosning utan kjörfundar

Posted on by Framsókn í Mosfellsbæ

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 30. nóvember er hafin. Upplýsingar um kosningarnar má finna á kosning.is.

Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá sýslumönnum um land allt. 

Kjósendur sem staddir eru erlendis geta kosið á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrifstofu eða á skrifstofu kjörræðismanns.

Utankjörfundarskrifstofa Framsóknar veitir nánari upplýsingar í síma 540 4300 eða á netfanginu framsokn@framsokn.is.

Hvert atkvæði skiptir okkur máli!

Listabókstafur Framsóknar er B

Nauðsynlegt er að hafa meðferðis skilríki með ljósmynd og framvísa á kjörstað.

Ef kosið er utan kjördæmis kjósanda, innanlands eða erlendis skulu kjósendur sjálfir annast og kosta sendingu atkvæðisbréfs síns. Atkvæði má koma með eða senda til:

Framsóknarflokkurinn
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogi
ICELAND 

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram í Holtagörðum á 1. hæð.

  • 7. nóvember – 17. nóvember kl. 10:00-18:00
  • 18. nóvember – 29. nóvember kl. 10:00-22:00

Á kjördag laugardaginn 30. nóvember verður opið frá kl. 10:00-17:00 fyrir kjósendur sem ekki geta sótt kjörfund.

Sýslumaðurinn á Vesturlandi

  • Akranesi – skrifstofu sýslumanns, Kirkjubraut 28, 2. hæð. Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 og kl. 9:00-14:00 á föstudögum.
  • Borgarnesi – skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2. Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 og kl. 9:00-14:00 á föstudögum.
  • Búðardal – skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11. Þriðjudaga kl. 9:00-15:00 og fimmtudaga kl. 9:00-14:00.
  • Stykkishólmi – skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2. Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 og kl. 9:00-14:00 á föstudögum.
  • Snæfellsbæ – skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4. Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-12:00 og 13:00-15:30 og föstudaga kl. 9:00-12:00 og 13:00-15:00.

Frá 18. nóvember er einnig hægt að kjósa á neðangreindum stað:

  • Grundarfirði – skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16 alla virka daga kl. 10:00-14:00.

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

  • Aðalstræti 92, Patreksfirði, frá kl. 9:30-12:00 og 13:00-15:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.
  • Hafnarstræti 1, Ísafirði, frá kl. 9:30-15:00 en til kl. 13.30 á föstudögum.
  • Hafnarbraut 25, Hólmavík, frá kl. 9:00-13:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

  • Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 9:00-15:00.
  • Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 9:00-15:00.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

  • Akureyri, Strandgötu 16 (Icewear við Oddeyrarskála), virka daga kl. 10.00-15.00.
  • Húsavík, Útgarði 1, mánudaga til fimmtudaga kl. 9.00-15.00 en föstudaga kl. 9.00-14.00.
  • Siglufjörður, Gránugötu 6, mánudaga til fimmtudaga kl. 9.00-15.00 en föstudaga kl. 9.00-14.00.
  • Þórshöfn, Fjarðarvegi 3, mánudaga til föstudaga kl. 10:00-14:00.
  • Dalvík, Ráðhúsinu, alla miðvikudaga kl. 10:00-12:00.

Sýslumaðurinn á Austurlandi

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins frá 7. nóvember sem hér segir:

  • Egilsstaðir, Lyngás 15, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00.
  • Eskifjörður, Strandgata 52, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00.
  • Seyðisfjörður, Bjólfsgata 7, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00.
  • Vopnafjörður, Lónabraut 2, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi á opnunartíma sýsluskrifstofa, kl. 9:00-15:00.

Skrifstofur embættisins eru á eftirtöldum stöðum:

  • Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði
  • Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal
  • Austurvegi 6, Hvolsvelli
  • Hörðuvöllum 1, Selfossi

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum á opnunartíma skrifstofunnar að Heiðarvegi 15.

Afgreiðslutími er sem hér segir:

  • Mánudaga – fimmtudaga kl. 9:15-15:00.
  • Föstudaga kl. 9:15-14:00.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga hefst á skrifstofu sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ þann 7. nóvember nk.

Unnt verður að greiða atkvæði alla virka daga frá kl. 8:30 til 19:00 og á laugardögum frá kl. 10:00 til 14:00.

Kosning utan kjörfundar erlendis

Kjósendur þurfa að hafa samband við sendiráð eða ræðismann í viðkomandi landi til að vita hvar og hvenær er hægt að kjósa. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf, þegar kosið er.

Hér má finna lista af íslenskum sendiráðum og ræðismönnum.

Ef kjósandi er í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900.

Hver er minn kjörstaður?

Ef einstaklingur er í vafa um hvert hann ætti að fara að kjósa eða hvort hann sé á kjörskrá þá mun Þjóðskrá Íslands opna síðu þar sem viðkomandi getur nálgast þær upplýsingar um sig HÉR.

Framsókn hvetur alla þá sem komast ekki að kjósa þann 30. nóvember til að nýta sinn kosningarrétt og taka þátt í utankjörfundaratkvæðagreiðslunni. Hægt er að hafa samband við Framsókn á framsokn@framsokn.is til að fá nánari upplýsingar.

Hvert atkvæði skiptir okkur máli!

Fjárfestum í lýðheilsu – aðstaða fyrir alla

Posted on by Framsókn í Mosfellsbæ

Mosfellsbær er landmikið sveitarfélag með nær óþrjótandi möguleikum á að njóta útivistar. Hér eru græn svæði frá fjöru til fjalla.
Áhersla fólks og áhugi á að það séu byggð upp útivistarsvæði og aðstaða til hreyfingar í nærumhverfi þess hefur líka aukist mikið með árunum. Það er orðinn sjálfsagður hlutur að flest íþrótta- og tómstundafélög eigi svæði, fasteignir og annað er tiheyrir þeirra sérsviði og samfélagsleg sátt virðist vera um að verja hluta af okkar sameiginlegu sjóðum í að byggja það upp.
Á síðasta ári fóru rúm 9% af skatttekjum Mosfellsbæjar til íþrótta- og æskulýðsmála en það eru um 1,7 milljarðar króna. Fyrir þetta fjármagn rekum við meðal annars sundlaugar og íþróttamannvirki, styrkjum íþrótta- og tómstundastarf og rekum félagsmiðstöð. Auk þess var varið um 260 milljónum til fjárfestinga í aðstöðu á árinu 2023 og áætlað er að fjárfesta fyrir um 990 milljónir á þessu ári í íþrótta- og tómstundamannvirkjum.

Breytingar kalla á samtal
Það er að mörgu að huga þegar svæði eru skipulögð og sér í lagi þegar breytingar eru gerðar. Þá þarf að huga að hagsmunum oft ólíkra hópa. Það er nú einmitt tilfellið í þeim hugmyndum sem uppi eru um að gera breytingar á Hlíðavelli.

Mosfellsbær hefur gert samkomulag við Golfklúbb Mosfellsbæjar um að stækka völlinn til að hægt sé að gera breytingar á honum. Breytingarnar ganga aðallega út á að snúa vellinum þannig að frekara öryggis sé gætt á göngu-, hjóla- og reiðstígum í kringum völlinn.
Samkomulagið er tilkomið vegna hættu sem hefur skapast við nýja byggð við Súluhöfða og nálægð húsa við völlinn. Öryggi þessara íbúa í og við sín heimili er lykilforsendan fyrir því að bæjarstjórn samþykkti einróma í desember að ráðast í þetta verkefni með Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Skipulagsmál eru í eðli sínu lýðræðislegasta ferli stjórnsýslunnar. Þegar skipulagið fyrir þetta svæði liggur fyrir þá munu hagaðilar eins og Hestamannafélagið Hörður og íbúar í nágrenninu fá tækifæri til að rýna það og koma með athugasemdir.
Það verður enginn afsláttur gefinn af því þrátt fyrir vilja bæjarstjórnar og Golfklúbbsins til að ráðast í þessar breytingar. Svona breytingar þýða þó alltaf málamiðlanir og að sætta ólík sjónarmið.

Nýtum strandlengjuna saman
Við þurfum að ganga um þessar auðlindir okkar sem felast í grænum svæðum, útsýni og ósnertri náttúru af virðingu og það verður ekki ráðist í framkvæmdir á nýjum svæðum nema að vel ígrunduðu máli og að teknu tilliti til allra sjónarmiða.
Í mörg ár hefur útivistarfólk, hvort sem það eru golfarar, hestamenn, gangandi, hlaupandi eða hjólandi, notið þess að nýta strandlengjuna saman sem útivistarparadís. Það þurfum við að gera áfram en það þarf auðvitað að vera í fyrirrúmi tillitssemi og aðgát hjá okkur öllum sem nýtum þetta svæði og sýna samstöðu svo allir geti notið þess.

Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs
Sævar Birgisson, varaformaður skipulagsnefndar

Uppbygging á Varmársvæði

Posted on by Framsókn í Mosfellsbæ

Okkar kæra Varmársvæði hefur þjónað bæjarbúum og fleirum einstaklega vel í gegnum árin, flestir íbúar nýta sér þá frábæru aðstöðu sem þar er að finna á einn eða annan hátt.
Svæðið er sannarlega mikilvæg lífæð okkar samfélags. Íbúum er stöðugt að fjölga og iðkendum sem stunda íþróttir að Varmá einnig, það kallar því á áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu svo aðstaðan geti staðist nútíma kröfur.

Nýr aðalvöllur
Framkvæmdirnar á aðalvellinum að Varmá hafa eflaust ekki farið framhjá neinum, enda stórar vélar þar að störfum. Unnið er hörðum höndum að því að skipta um jarðveg á hinum sögufræga aðalvelli, í framhaldinu þarf að fergja áður en hægt verður að hefjast handa við að leggja á nýtt gervigras á knattspyrnuvöllinn.
Í næstu áföngum þar á eftir mun svo nýr frjálsíþróttavöllur líta dagsins ljós, við hlið knattspyrnuvallarins, með 200 metra hlaupabraut sem mun geta nýst öllum

bæjarbúum vel. Að auki verður jarðvegurinn undir framtíðar stúkubyggingu undirbúinn. Það er því verið að taka stór skref í átt að enn betri aðalvelli að Varmá.

Sparkvöllur við Varmárskóla
Á skólalóðinni við Varmárskóla er fyrsti hluti endurbóta á skólalóðinni hafinn sem felur í sér að koma upp nýjum upphituðum sparkvelli ásamt stálrimlagirðingu umhverfis völlinn, hellulögn og ljósastaurum.
Kallað var eftir hugmyndum frá nemendum Varmárskóla þegar hugmyndavinna við nýja skólalóð hófst og voru flestir sem óskuðu eftir sparkvelli.

Hjólabraut í Ævintýragarðinum
Í Ævintýragarðinum eru framkvæmdir hafnar við nýja fjallahjólabraut sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin í júní. Brautin verður mikil lyftistöng fyrir hjólreiðafólk og kærkomin viðbót. Þá verður farið í að uppfæra frisbígolfvöllinn í sumar, færa til nokkrar brautir og leggja heilsárspalla.

Núverandi meirihluti hefur lagt mikið upp úr því að eiga gott samráð með hagsmunaaðilum við uppbyggingu á Varmársvæðinu, það er mikilvægt að vandað sé til verka og verkefnið unnið faglega, með hagsmuni allra að leiðarljósi.
Til að styðja við næstu skref sem þarf að taka við uppbyggingu Varmársvæðis var unnin skýrsla um þarfagreiningu þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá. Mun hún hjálpa til við að ná enn betur utan um framtíðarsýn fyrir svæðið og þá uppbyggingu mannvirkja sem framundan er.
Það eru því mörg spennandi verkefni í gangi og á döfinni á Varmársvæðinu sem munu vafalítið efla íþróttastarf í Mosfellsbæ enn frekar.

Erla Edvardsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar
Sævar Birgisson varaformaður íþrótta- og tómstundanefndar

Óvissu eytt um rekstur Skálatúns

Posted on by Framsókn í Mosfellsbæ

Á dögunum voru undirritaðir samningar varðandi framtíðaráform á Skálatúni.
Samningarnir marka tímamót bæði fyrir rekstur heimilisins sem þar hefur verið rekið í áratugi en einnig fyrir framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Mosfellsbær mun nú taka við rekstri Skálatúns. Það þýðir meðal annars að starfsfólk Skálatúns verður framvegis hluti af starfsliði Mosfellsbæjar. Samningarnir tryggja að íbúar Skálatúns geti áfram búið þar en mörg þeirra hafa haft búsetu á Skálatúni frá barnæsku. Þar með er búið að eyða þeirri óvissu sem verið hefur um rekstur heimilisins um nokkurt skeið.
Um er að ræða talsvert flókna samninga þar sem margir koma að. Á síðustu árum hafa verið gerðar nokkrar atlögur að því að leysa málin sem snúast bæði um erfitt rekstrarumhverfi í málaflokki fatlaðs fólks en einnig um áratugalanga sögu heimilisins að Skálatúni.
Það er því mikill léttir fyrir alla hlutaðeigandi að komin sé niðurstaða í málið. Að okkar mati eiga allir sem komu að þessum samningum miklar þakkir skilið og það var lykilatriði að bæjarstjórnin stæði einhuga á bakvið samningana.

En þó langar okkur að nefna sérstaklega framlag mennta- og barnamálaráðherra og bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem leiddu þessa vinnu af mikilli hugsjón og auðmýkt gagnvart öllum hlutaðeigandi.

Verkefni án hliðstæðu
Varðandi framtíðaráform á svæðinu þá var einnig skrifað undir viljayfirlýsingu milli Mosfellsbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytis um uppbyggingu á starfsemi á svæðinu sem verður í þágu barna og ungmenna.
Þetta þýðir að á Skálatúnsreitnum er ætlunin að byggja upp aðstöðu fyrir stofnanir og samtök sem vinna í þágu barna, svokallaða Barnadeiglu. Þetta er uppbyggingarverkefni án hliðstæðu hér í Mosfellsbæ. Um er að ræða sérstakan þjónustukjarna sem á að halda utan um þær stofnanir sem koma að þjónustu við börn af öllu landinu.

Fjöldi starfa flyst í Mosfellsbæ
Hugmyndin er að skapa aðstöðu sem er til þess fallin að efla samstarf og auðvelda aðgengi með því að hafa alla þessa þjónustu á einum stað. Þetta mun hafa í för með sér gríðarlega atvinnuuppbyggingu í Mosfellsbæ og fjölda starfa sem mun flytjast í bæinn.

Orð eru til alls fyrst og það er mikilvægt að vera með framtíðarsýn og metnaðarfull áform fyrir bæinn okkar. Hvort sem um er að ræða atvinnuuppbyggingu eða þjónustu við fatlað fólk. Í framhaldi af þessum ákvörðunum er mikilvægt að halda áfram að vanda sig og hafa hagsmuni íbúanna að leiðarljósi við þessar breytingar. En við erum vongóð um að uppbygging sé fram undan enda býður þetta landsvæði upp á mikil tækifæri til þess að búa til magnaða umgjörð sem snýr að því að auka samtal og samvinnu þvert á kerfi og stofnanir í þágu barna og ungmenna á landinu öllu.

Halla Karen Kristjánsdóttir, Aldís Stefánsdóttir, Sævar Birgisson og Örvar Jóhannsson.
Bæjarfulltrúar Framsóknar í Mosfellsbæ.