Til baka í yfirlit
author Framsókn í Mosfellsbæ
calendar 27 November 2024

Blönduhlíð formlega opnuð á Farsældartúni 

26. nóvember 2024

Í dag var tekið stórt skref að því að gera Farsældartún að þjónustukjarna fyrir börn og ungmenni þegar meðferðarheimilið Blönduhlíð var opnað. Meðferðarheimilið er á vegum Barna- og fjölskyldustofu og er ætlað ungmennum á aldrinum 13-18 ára sem glíma við hegðunar- og fíknivanda og verður viðbót við greiningar- og meðferðardeild Stuðla. Með tilkomu Blönduhlíðar verður hægt að aðgreina betur börn með mismunandi vanda og veita sérhæfðari þjónustu. Börn með þyngri vanda fá áfram greiningu og meðferð á meðferðardeild Stuðla en í Blönduhlíð verður opnara úrræði er finna má á Stuðlum og verður Blönduhlíð ætluð þeim börnum og ungmennum sem glíma við vægari vanda.

Blönduhlíð var formlega opnuð af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, og Ólöfu Ástu Farestveit, forstjóra Barna- og fjölskyldustofu.

Farsældartún er ánægt með að geta lagt sitt af mörkum til þess að starf með börnum og ungmennum geti orðið markvissara og vonast til þess að starfið í Blönduhlíð verði farsælt.

Frétt á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins: Stjórnarráðið | Blönduhlíð – Nýtt meðferðarheimili fyrir ungmenni opnað í Mosfellsbæ


Fleiri fréttir

news thumbnail
author

Framsókn í Mosfellsbæ

calendar 10 Desember 2024

Íbúa­fund­ur um Far­sæld artún

news thumbnail
author

Framsókn í Mosfellsbæ

calendar 28 Nóvember 2024

Með enga menn og engin vopn?