Framsókn í Mosfellsbæ tekur þátt í að byggja upp framsækið samfélag sem hvílir á grunngildum lýðræðis, jafnræðis, hagsældar og samfélagslegrar ábyrgðar. Við viljum efla mannauð þannig að sérhver einstaklingur fái hvatningu og tækifæri til að þroskast og vaxa í leik og starfi. Við stefnum að samfélagi umburðarlyndis og víðsýni svo fjölbreytileiki mannlífs fái notið sín.