Við í Framsókn göngum bjartsýn til þessara kosninga. Góður árangur næst sem fyrr með samstöðu og að allir leggist á eitt. Framsókn er stjórnmálaaflið til að standa við orð sín og gerðir. Við erum nefnilega rétt að byrja!
Fjölskyldan er í fyrirrúmi
Framsókn er fjölskylduflokkur og markmið okkar er að standa vörð um gildi og hag fjölskyldna í Mosfellsbæ. Framsókn í Mosfellsbæ vill stuðla að samþættri þjónustu í þágu farsældar barna í anda nýrrar löggjafar um opinbera þjónustu við börn
Framsóknarrútan er mætt!
Við fengum þessa forláta rútu til notkunar á viðburðum okkar á næstu vikum. Ekki veitir af því viðburðir eru margir og tilefnin eru næg. Nú geta allir fengið far með Framsókn.