Okkar kæri vinur, Hilmar Tómas Guðmundsson, varabæjarfulltrúi og varaformaður Menningar- og lýðræðisnefndar í Mosfellsbæ, varð bráðkvaddur á heimili sínu 21. febrúar 2025.
Við minnumst Hilmars Tómasar með þakklæti og hlýju.
Nýr samkomu- og skrifstofuaðstaða Framsóknar í Mosó
Laugardaginn 8. febrúar opnuðum við formlega fundarsal okkar að Bjarkarholti 2 (Háholti 14), 2. hæð. Við buðum uppá kaffi og nýbakaðar vöfflur í tilefni dagsins
Við hlökkum til að taka á móti bæjarbúum og ræða bæjarmálin yfir kaffibolla.
Hlégarður endurvakinn
Menning auðgar mannlífið og gefur okkur tækifæri til að hittast og njóta saman. Það er mikilvægt að lyfta upp á yfirborðið því fjölbreytta menningarstarfi sem fram fer í Mosfellsbæ, gera mosfellska menningu sýnilega og aðgengilega og þar hefur mikilvægi Hlégarðs komið vel í ljós.
Við erum Framsókn
Framsókn í Mosfellsbæ tekur þátt í að byggja upp framsækið samfélag sem hvílir á grunngildum lýðræðis, jafnræðis, hagsældar og samfélagslegrar ábyrgðar. Við viljum efla mannauð þannig að sérhver einstaklingur fái hvatningu og tækifæri til að þroskast og vaxa í leik og starfi. Við stefnum að samfélagi umburðarlyndis og víðsýni svo fjölbreytileiki mannlífs fái notið sín.
Blikastaðalandið
Nú stendur yfir deiliskipulagsvinna fyrir fyrsta áfanga. Um er að ræða u.þ.b. 30-35 hektara landsvæði sem liggur upp að núverandi byggð í Þrastarhöfða.
Fjölskyldan er í fyrirrúmi
Framsókn er fjölskylduflokkur og markmið okkar er að standa vörð um gildi og hag fjölskyldna í Mosfellsbæ. Framsókn í Mosfellsbæ vill stuðla að samþættri þjónustu í þágu farsældar barna í anda nýrrar löggjafar um opinbera þjónustu við börn
Vertu með og hafðu áhrif
Nú er tækifæri fyrir Mosfellinga að hafa bein áhrif og vinna áfram með bjarta framtíð Mosfellsbæjar. Við bjóðum öllum bæjarbúum að koma og taka slaginn með okkur og vinna saman að enn betra bæjarfélagi.