Um félagið

Framsóknarfélag Mosfellsbæjar, er aðildarfélag að Framsóknarflokknum, með starfssvæði í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi, sbr. lög félagsins.
Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Hann stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi.
Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi.
Stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar:
(Kjörin á aðalfundi 17. ágúst 2021)
Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður
Þorbjörg Sólbjartsdóttir, varaformaður
Örvar Jóhannsson, ritari
Leifur Ingi Eysteinsson, gjaldkeri
Kjartan Helgi Ólafsson, meðstjórnandi
Varamenn:
Eygló Harðardóttir
Sigurður E. Vilhelmsson