Efstu átta
Framsókn í Mosfellsbæ vill taka þátt í að byggja upp framsækið samfélag sem hvílir á grunngildum lýðræðis, jafnræðis, hagsældar og samfélagslegrar ábyrgðar. Við viljum efla mannauð þannig að sérhver einstaklingur fái hvatningu og tækifæri til að þroskast og vaxa í leik og starfi. Við stefnum að samfélagi umburðarlyndis og víðsýni svo fjölbreytileiki mannlífs fái notið sín.
- Sæti 1
Halla Karen Kristjánsdóttir
Íþróttakennari | 52 ára
Kennir við Borgarholtsskóla ásamt því að þjálfa eldri borgara í Mosfellbæ. Býr á Helgafelli 5 er gift Elíasi Níelssyni og á þrjú börn, eitt barnabarn og kisu. Hefur búið í Mosfellbæ í 27 ár. Er jákvæð, vinnusöm og góð í samskiptum
- Sæti 2
Aldís Stefánsdóttir
viðskiptafræðingur með diplóma í opinberri stjórnsýslu | 45 ára
Fædd og uppalin á Siglufirði en hefur búið í Mosfellsbæ í 19 ár. Gift Ingvari Ormarssyni atvinnuflugmanni og saman eigum við þrjú börn og hund. Er traust, félagslynd og heiðarleg.
- Sæti 3
Sævar Birgisson
vörustjóri og viðskiptafræðingur með diplóma í opinberri stjórnsýslu | 34 ára
Uppalinn á Sauðárkróki, hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 2014. Er í sambúð með Evu Rún Þorsteinsdóttur og eiga þau 2 börn. Er traustur, duglegur og kappsamur
- Sæti 4
Örvar Jóhannsson
Rafvirki | 38 ára
Fæddur og uppalinn á Seyðisfirði og bjó þar óslitið þar til sumarið 2019 þegar hann ásamt fjölskyldu sinni flutti í Mosfellsbæ. Er giftur Söndru Guðmundsdóttur og eiga þau 3 börn. Er réttsýnn og lausnamiðaður og liggur ekki á skoðunum sínum
- Sæti 5
Leifur Ingi Eysteinsson
starfsmaður í félagsmiðstöð og háskólanemi | 22 ára
Hefur búið í Mosfellsbæ alla sína ævi. Er í sambúð með Ólöfu Pálínu Sigurðardóttur. Er jákvæður, traustur og ákveðinn.
- Sæti 6
Erla Edvardsdóttir
kennari við Lágafellsskóla og nemi í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst | 44 ára
Flutti í Mosfellsbæ árið 1991 frá Höfn í Hornafirði en bjó einnig í Englandi í 7 ár. Er gift Viktori Viktorssyni og saman eiga þau 5 börn, 3 barnabörn og kött. Er jákvæð, þrautseig og drífandi.
- 7. sæti
Hrafnhildur Gísladóttir
tómstunda- og félagsmálafræðingur | 44 ára
Starfar sem verkefnastjóri hjá Samfés, samtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Gift Þór Gíslasyni, eiga fimm börn og tvö barnabörn. Er fædd og uppalin í Mosfellsbæ og hefur búið í Mosfellsbæ alla tíð fyrir utan 6 ára búsetu í Svíþjóð. Er skapandi, drífandi og lausnamiðuð.
- Sæti 8
Þorbjörg Sólbjartsdóttir
kennari við Helgafellsskóla | 45 ára
Fædd í Færeyjum en ólst upp á Akranesi og flutti í Mosfellsbæ árið 2006. Er gift Árna Frey Einarssyni og eiga þau saman 3 börn og kisu.
Er þrjósk, drífandi og áreiðanleg.