Viðburðir á döfinni

Nóv
06
Pöbbkviss með Ingu Rún
arrow

Ekki láta þig vanta í Pöbbkviss á Dæinn, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 20!
Þar mun Birna Rún, leikkona og Tiktok stjarna með meiru, spyrja gesti og gangandi spjörunum úr. Léttar veitingar verða á boðstólum og vegleg verðlaun í boði fyrir sigurvegara kvöldsins

Nóv
09
Morgunverður með frambjóðendum
arrow

Frambjóðendur Framsóknar í Suðvesturkjördæmi bjóða til morgunverðar í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, laugardaginn 9. nóvember milli kl. 10 og 12.
Við hlökkum til að sjá þig og heyra þínar áherslur fyrir komandi kosningar!
Sjá nánar á Facebook0

Opnun kosningaskrifstofu
arrow

Willum Þór og frambjóðendur Framsóknar í Suðvesturkjördæmi taka vel á móti þér við opnun kosningaskrifstofunnar okkar í Bæjarlind 14–16. Í boði verða kökur, kræsingar og gott kaffi.
Við hlökkum til að sjá þig!

Nóv
14
Kvennakvöld Framsóknar
arrow

Konukvöld Framsóknar 14. nóvember milli 17-19 | Allar konur velkomnar.
Viðburðurinn verður haldin heima hjá Höllu Karen, Oddvita Framsóknar, Helgafelli 5.
Skráning á Facebook Framsókn Mos.

Hlökkum til að sjá sem flestar

Nóv
16
Laugardagskaffi með Willum og frambjóðendum
arrow

Kíktu í kaffi í Bæjarlindinni á laugardaginn kl. 11 og ræddu við Willum og aðra frambjóðendur Framsóknar í kraganum. Við lofum góðu kaffi og enn betri veitingum með því. Hlökkum til að sjá þig!

Græna mílan – Framsóknarflakk!
arrow

Nú er komið að Framsóknarflakki númer tvö í Hafnarfirði eða ganga menningar og vináttu verður haldin hátíðleg laugardaginn 16 Nóvember.
Við munum hittast 17:00 á Fjörukránni þar sem veislan hefst. Eftir það verður gengið af stað í göngu um Hafnarfjörð og verða helstu krár miðbæjarins heimsóttar með skemmtilegum uppákomum þess á milli.
Hlökkum til að sjá ykkur og ganga með ykkur.
Endilega bjóðið ykkar fólki
Kv MíluBræður, okkar besti Gústi og fleiri sérvaldir

Nóv
21
Konukvöld Reykjanesbæ
arrow

Það verður stuð og stemning á Konukvöldi í Reykjanesbæ fimmtudaginn 21. nóvember 💚
Húsið opnar kl. 19:30
Dagskrá hefst kl. 20:00
Jóhanna Guðrún
Tískusýning frá Gallerí Keflavík
Elín Snæbrá tekur lagið
Léttar veitingar🥂
Vörukynningar frá:
GeoSilica
Taramar
Jónsdottir & co. – Nepali Vibe
Keralas Kímonos
Allar hjartanlega velkomnar 💚
Eigið góða stund með ykkar bestu konu 💚!

Nóv
23
xB5 og dr. Victor
arrow

Ertu óviss hvað þú ætlar að kjósa?
Þá erum við með viðburðinn fyrir þig! Framsókn býður í opið vísó á xB5 kl. 20 þar sem gestir hafa tækifæri til að hitta frambjóðendur úr öllum kjördæmum höfuðborgarsvæðisins.
Doctor Victor nærir stemninguna og fljótandi veitingar verða í boði.
Ekki láta þig vanta!

Nóv
28
Konukvöld Selfoss
arrow

Það verður stuð og stemning á Konukvöldi á Selfossi fimmtudaginn 28. nóvember næst komandi 💚
Takið daginn frá og eigið góða stund með ykkar bestu konu 💚!
Boðið upp á léttar veitingar í föstu og fljótandi formi og frábær skemmtiatriði.
Allar hjartanlega velkomnar 💚
Frekari dagskrá er væntanleg þegar nær dregur.

Nóv
30
Kosningakaffi
arrow

Takið daginn frá fyrir gómsætt spjall. Nánar auglýst fljótlega.