Viðburðir á döfinni
Pöbbkviss með Ingu Rún
Ekki láta þig vanta í Pöbbkviss á Dæinn, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 20!
Þar mun Birna Rún, leikkona og Tiktok stjarna með meiru, spyrja gesti og gangandi spjörunum úr. Léttar veitingar verða á boðstólum og vegleg verðlaun í boði fyrir sigurvegara kvöldsins
Morgunverður með frambjóðendum
Frambjóðendur Framsóknar í Suðvesturkjördæmi bjóða til morgunverðar í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, laugardaginn 9. nóvember milli kl. 10 og 12.
Við hlökkum til að sjá þig og heyra þínar áherslur fyrir komandi kosningar!
Sjá nánar á Facebook0
Opnun kosningaskrifstofu
Willum Þór og frambjóðendur Framsóknar í Suðvesturkjördæmi taka vel á móti þér við opnun kosningaskrifstofunnar okkar í Bæjarlind 14–16. Í boði verða kökur, kræsingar og gott kaffi.
Við hlökkum til að sjá þig!
Kvennakvöld Framsóknar
Konukvöld Framsóknar 14. nóvember milli 17-19 | Allar konur velkomnar.
Viðburðurinn verður haldin heima hjá Höllu Karen, Oddvita Framsóknar, Helgafelli 5.
Skráning á Facebook Framsókn Mos.
Hlökkum til að sjá sem flestar
Laugardagskaffi með Willum og frambjóðendum
Kíktu í kaffi í Bæjarlindinni á laugardaginn kl. 11 og ræddu við Willum og aðra frambjóðendur Framsóknar í kraganum. Við lofum góðu kaffi og enn betri veitingum með því. Hlökkum til að sjá þig!
Græna mílan – Framsóknarflakk!
Nú er komið að Framsóknarflakki númer tvö í Hafnarfirði eða ganga menningar og vináttu verður haldin hátíðleg laugardaginn 16 Nóvember.
Við munum hittast 17:00 á Fjörukránni þar sem veislan hefst. Eftir það verður gengið af stað í göngu um Hafnarfjörð og verða helstu krár miðbæjarins heimsóttar með skemmtilegum uppákomum þess á milli.
Hlökkum til að sjá ykkur og ganga með ykkur.
Endilega bjóðið ykkar fólki
Kv MíluBræður, okkar besti Gústi og fleiri sérvaldir
Konukvöld Reykjanesbæ
Það verður stuð og stemning á Konukvöldi í Reykjanesbæ fimmtudaginn 21. nóvember 💚
Húsið opnar kl. 19:30
Dagskrá hefst kl. 20:00
Jóhanna Guðrún
Tískusýning frá Gallerí Keflavík
Elín Snæbrá tekur lagið
Léttar veitingar🥂
Vörukynningar frá:
GeoSilica
Taramar
Jónsdottir & co. – Nepali Vibe
Keralas Kímonos
Allar hjartanlega velkomnar 💚
Eigið góða stund með ykkar bestu konu 💚!
xB5 og dr. Victor
Ertu óviss hvað þú ætlar að kjósa?
Þá erum við með viðburðinn fyrir þig! Framsókn býður í opið vísó á xB5 kl. 20 þar sem gestir hafa tækifæri til að hitta frambjóðendur úr öllum kjördæmum höfuðborgarsvæðisins.
Doctor Victor nærir stemninguna og fljótandi veitingar verða í boði.
Ekki láta þig vanta!
Konukvöld Selfoss
Það verður stuð og stemning á Konukvöldi á Selfossi fimmtudaginn 28. nóvember næst komandi 💚
Takið daginn frá og eigið góða stund með ykkar bestu konu 💚!
Boðið upp á léttar veitingar í föstu og fljótandi formi og frábær skemmtiatriði.
Allar hjartanlega velkomnar 💚
Frekari dagskrá er væntanleg þegar nær dregur.
Kosningakaffi
Takið daginn frá fyrir gómsætt spjall. Nánar auglýst fljótlega.