Til baka í yfirlit
author Framsókn í Mosfellsbæ
calendar 9 May 2024

Uppbygging á Varmársvæði

Okkar kæra Varmársvæði hefur þjónað bæjarbúum og fleirum einstaklega vel í gegnum árin, flestir íbúar nýta sér þá frábæru aðstöðu sem þar er að finna á einn eða annan hátt.
Svæðið er sannarlega mikilvæg lífæð okkar samfélags. Íbúum er stöðugt að fjölga og iðkendum sem stunda íþróttir að Varmá einnig, það kallar því á áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu svo aðstaðan geti staðist nútíma kröfur.

Nýr aðalvöllur
Framkvæmdirnar á aðalvellinum að Varmá hafa eflaust ekki farið framhjá neinum, enda stórar vélar þar að störfum. Unnið er hörðum höndum að því að skipta um jarðveg á hinum sögufræga aðalvelli, í framhaldinu þarf að fergja áður en hægt verður að hefjast handa við að leggja á nýtt gervigras á knattspyrnuvöllinn.
Í næstu áföngum þar á eftir mun svo nýr frjálsíþróttavöllur líta dagsins ljós, við hlið knattspyrnuvallarins, með 200 metra hlaupabraut sem mun geta nýst öllum

bæjarbúum vel. Að auki verður jarðvegurinn undir framtíðar stúkubyggingu undirbúinn. Það er því verið að taka stór skref í átt að enn betri aðalvelli að Varmá.

Sparkvöllur við Varmárskóla
Á skólalóðinni við Varmárskóla er fyrsti hluti endurbóta á skólalóðinni hafinn sem felur í sér að koma upp nýjum upphituðum sparkvelli ásamt stálrimlagirðingu umhverfis völlinn, hellulögn og ljósastaurum.
Kallað var eftir hugmyndum frá nemendum Varmárskóla þegar hugmyndavinna við nýja skólalóð hófst og voru flestir sem óskuðu eftir sparkvelli.

Hjólabraut í Ævintýragarðinum
Í Ævintýragarðinum eru framkvæmdir hafnar við nýja fjallahjólabraut sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin í júní. Brautin verður mikil lyftistöng fyrir hjólreiðafólk og kærkomin viðbót. Þá verður farið í að uppfæra frisbígolfvöllinn í sumar, færa til nokkrar brautir og leggja heilsárspalla.

Núverandi meirihluti hefur lagt mikið upp úr því að eiga gott samráð með hagsmunaaðilum við uppbyggingu á Varmársvæðinu, það er mikilvægt að vandað sé til verka og verkefnið unnið faglega, með hagsmuni allra að leiðarljósi.
Til að styðja við næstu skref sem þarf að taka við uppbyggingu Varmársvæðis var unnin skýrsla um þarfagreiningu þjónustu- og aðkomubyggingar að Varmá. Mun hún hjálpa til við að ná enn betur utan um framtíðarsýn fyrir svæðið og þá uppbyggingu mannvirkja sem framundan er.
Það eru því mörg spennandi verkefni í gangi og á döfinni á Varmársvæðinu sem munu vafalítið efla íþróttastarf í Mosfellsbæ enn frekar.

Erla Edvardsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar
Sævar Birgisson varaformaður íþrótta- og tómstundanefndar


Fleiri fréttir

news thumbnail
author

Framsókn í Mosfellsbæ

calendar 19 Nóvember 2024

Framsókn til forsætis

news thumbnail
author

Framsókn í Mosfellsbæ

calendar 10 Nóvember 2024

Kosning utan kjörfundar

news thumbnail
author

Hilmar T Guðmundsson

calendar 6 Nóvember 2024

Aðalfundur Framsóknar Mos