Til baka í yfirlit
author Framsókn í Mosfellsbæ
calendar 10 November 2024

Kosning utan kjörfundar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 30. nóvember er hafin. Upplýsingar um kosningarnar má finna á kosning.is.

Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá sýslumönnum um land allt. 

Kjósendur sem staddir eru erlendis geta kosið á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrifstofu eða á skrifstofu kjörræðismanns.

Utankjörfundarskrifstofa Framsóknar veitir nánari upplýsingar í síma 540 4300 eða á netfanginu framsokn@framsokn.is.

Hvert atkvæði skiptir okkur máli!

Listabókstafur Framsóknar er B

Nauðsynlegt er að hafa meðferðis skilríki með ljósmynd og framvísa á kjörstað.

Ef kosið er utan kjördæmis kjósanda, innanlands eða erlendis skulu kjósendur sjálfir annast og kosta sendingu atkvæðisbréfs síns. Atkvæði má koma með eða senda til:

Framsóknarflokkurinn
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogi
ICELAND 

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram í Holtagörðum á 1. hæð.

  • 7. nóvember – 17. nóvember kl. 10:00-18:00
  • 18. nóvember – 29. nóvember kl. 10:00-22:00

Á kjördag laugardaginn 30. nóvember verður opið frá kl. 10:00-17:00 fyrir kjósendur sem ekki geta sótt kjörfund.

Sýslumaðurinn á Vesturlandi

  • Akranesi – skrifstofu sýslumanns, Kirkjubraut 28, 2. hæð. Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 og kl. 9:00-14:00 á föstudögum.
  • Borgarnesi – skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2. Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 og kl. 9:00-14:00 á föstudögum.
  • Búðardal – skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11. Þriðjudaga kl. 9:00-15:00 og fimmtudaga kl. 9:00-14:00.
  • Stykkishólmi – skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2. Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 og kl. 9:00-14:00 á föstudögum.
  • Snæfellsbæ – skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4. Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-12:00 og 13:00-15:30 og föstudaga kl. 9:00-12:00 og 13:00-15:00.

Frá 18. nóvember er einnig hægt að kjósa á neðangreindum stað:

  • Grundarfirði – skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16 alla virka daga kl. 10:00-14:00.

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

  • Aðalstræti 92, Patreksfirði, frá kl. 9:30-12:00 og 13:00-15:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.
  • Hafnarstræti 1, Ísafirði, frá kl. 9:30-15:00 en til kl. 13.30 á föstudögum.
  • Hafnarbraut 25, Hólmavík, frá kl. 9:00-13:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

  • Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 9:00-15:00.
  • Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 9:00-15:00.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

  • Akureyri, Strandgötu 16 (Icewear við Oddeyrarskála), virka daga kl. 10.00-15.00.
  • Húsavík, Útgarði 1, mánudaga til fimmtudaga kl. 9.00-15.00 en föstudaga kl. 9.00-14.00.
  • Siglufjörður, Gránugötu 6, mánudaga til fimmtudaga kl. 9.00-15.00 en föstudaga kl. 9.00-14.00.
  • Þórshöfn, Fjarðarvegi 3, mánudaga til föstudaga kl. 10:00-14:00.
  • Dalvík, Ráðhúsinu, alla miðvikudaga kl. 10:00-12:00.

Sýslumaðurinn á Austurlandi

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins frá 7. nóvember sem hér segir:

  • Egilsstaðir, Lyngás 15, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00.
  • Eskifjörður, Strandgata 52, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00.
  • Seyðisfjörður, Bjólfsgata 7, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00.
  • Vopnafjörður, Lónabraut 2, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00.

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi á opnunartíma sýsluskrifstofa, kl. 9:00-15:00.

Skrifstofur embættisins eru á eftirtöldum stöðum:

  • Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði
  • Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal
  • Austurvegi 6, Hvolsvelli
  • Hörðuvöllum 1, Selfossi

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum á opnunartíma skrifstofunnar að Heiðarvegi 15.

Afgreiðslutími er sem hér segir:

  • Mánudaga – fimmtudaga kl. 9:15-15:00.
  • Föstudaga kl. 9:15-14:00.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga hefst á skrifstofu sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ þann 7. nóvember nk.

Unnt verður að greiða atkvæði alla virka daga frá kl. 8:30 til 19:00 og á laugardögum frá kl. 10:00 til 14:00.

Kosning utan kjörfundar erlendis

Kjósendur þurfa að hafa samband við sendiráð eða ræðismann í viðkomandi landi til að vita hvar og hvenær er hægt að kjósa. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf, þegar kosið er.

Hér má finna lista af íslenskum sendiráðum og ræðismönnum.

Ef kjósandi er í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900.

Hver er minn kjörstaður?

Ef einstaklingur er í vafa um hvert hann ætti að fara að kjósa eða hvort hann sé á kjörskrá þá mun Þjóðskrá Íslands opna síðu þar sem viðkomandi getur nálgast þær upplýsingar um sig HÉR.

Framsókn hvetur alla þá sem komast ekki að kjósa þann 30. nóvember til að nýta sinn kosningarrétt og taka þátt í utankjörfundaratkvæðagreiðslunni. Hægt er að hafa samband við Framsókn á framsokn@framsokn.is til að fá nánari upplýsingar.

Hvert atkvæði skiptir okkur máli!


Fleiri fréttir

news thumbnail
author

Framsókn í Mosfellsbæ

calendar 19 Nóvember 2024

Framsókn til forsætis

news thumbnail
author

Hilmar T Guðmundsson

calendar 6 Nóvember 2024

Aðalfundur Framsóknar Mos

news thumbnail
author

Framsókn í Mosfellsbæ

calendar 6 Júní 2024

Fjárfestum í lýðheilsu – aðstaða fyrir alla