Félagið

Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Hann stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi.

Framsóknarfélag Mosfellsbæjar,  er aðildarfélag að Framsóknarflokknum, með starfssvæði í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi, sbr. lög félagsins.  Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi. 

 

Stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar: (Kjörin á aðalfundi 14. maí 2024) 

Hrafnhildur Gísladóttir, formaður 

Guðrún Alda Elísdóttir, varaformaður 

Sandra Dís Bjarnadóttir, ritari 

Hilmar T Guðmundsson, gjaldkeri 

Jóna Guðrún Kristinsdóttir, meðstjórnandi 

 

Varamenn: 

Karlotta Lind Pedersen

Bjarni Þór Ólafsson

Félagsgjöld

Stofnaðar eru valgreiðslukröfur í heimabönkum félagsfólks og er það von stjórnar að fólk taki því vel og greiði umbeðna upphæð. Þeir sem ekki sjá kröfuna í bankanum sínum (stillingaratriði að hafna valgreiðslukröfum) geta sett sig í samband við Framsókn Mosfellsbæ eða nota greiðsluupplýsingar hér að neðan og leggja inn á reikning félagsins beint.

Félagsgjöld 2025 eru kr. 3.500;-

Reikningsupplýsingar:

Kt. 630589-2319 | 0315-26-000565

 

Ef félagsmaður ert ósáttur við valgreiðslukröfur í heimabankanum

Félagsmaður getur andmælt vinnslunni, til dæmis með því að skrá þig í bannskrá Þjóðskrár. Í dag er ekki hægt að skrá valgreiðslukröfur hjá fjármálastofnunum á þá einstaklinga sem eru skráðir á bannskrá Þjóðskrár.

Viljir þú ekki skrá þig í bannskrá Þjóðskrár, getur þú andmælt vinnslunni beint til okkar.

Í slíkum tilvikum er skráningaraðila óheimilt að vinna frekar með upplýsingarnar, nema hann geti til dæmis sýnt fram á mikilvægar lögmætar ástæður fyrir vinnslunni, sem ganga framar hagsmunum, réttindum og frelsi þínu.

Þú getur líka sjálfur eytt öllum valkröfum inni á heimabankanum þínum.