Kolefnisjöfnun

Við þurfum að ná aftur hnattrænu jafnvægi á kolefnisbúskap jarðarinnar þannig hnattræn heildarlosun verði ekki meira en bindingin á sama tíma. Þessu jafnvægi þarf að ná um miðja öldina sem kallar á að heimslosunin minnki um helming fyrir 2030.

 

 

Framsókn Mosfellsbæ er kolefnisjafnað framboð.

“Sveitarfélög í landinu gegna lykilhlutverki í að fræða íbúa og stuðla að umhverfisvænum lífsháttum. Framsókn í Mosfellsbæ leggur áherslu á ákvarðanatöku og aðgerðir í þágu orkuskipta og sjálfbærni. Framsókn vill stuðla að innleiðingu hringrásar hagkerfisins í þágu heimila og atvinnulífs. Þannig er unnt að viðhalda verðmæti auðlinda og lágmarka myndun úrgangs.” úr stefnuskrá Framsóknar Mosfellsbæ.

Hvernig kolefnisjöfnum við framboðið?

Við höfum hafið samstarf við Skógrækt Mosfellsbæjar um gróðursetningu trjáa.

Gróðursetningar þurfa að standast ákveðnar gæðakröfur og eru því gerðar af fólki með þjálfun og reynslu til að tryggja góða lifun á plöntunum þannig að í samstarfi við Kolvið ætlum við að standa við þá kolefnisbindingu sem um ræðir. Kolviður þarf á ári hverju talsvert land til plöntunar og stefnt er að því að hafa land til plöntunar í samvinnu við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar.

Framsókn Mosfellsbæ hefur reiknað allt fótspor framboðsins fyrir árið 2022. Með þeim útreikningi höfum við ákveðið að margfalda fótsporið og planta 1000 trjám á völdum svæðum Skógræktarinnar.

Er kolefnisbinding „leyfi til að menga“?

Nei, alls ekki. Og ekki er um að ræða neins konar „syndayfirbót“ í þeim skilningi að við megum í framtíðinni valda loftmengun að vild svo fremi sem við greiðum fyrir samsvarandi bindingu koldíoxíðs í jarðvegi.

Gerðir okkar mannanna hafa áhrif á umhverfið með margvíslegum hætti og að kolefnisbinda í gegnum Kolvið er ein leið sem einstaklingar og fyrirtæki geta farið til að taka ábyrgð á áhrifum eins hluta daglegs lífs. Kolviður gerir einstaklingum og fyrirtækjum kleift að binda kolefni á móti útblástursáhrifum vegna bifreiðanotkunar og vegna flugferða, og kemur þannig til móts við þá sem vilja bera ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi okkar allra.